25. maí 2006

Alveg obbosslega frægur

Ég hef nú lítið gert af því að skrifa um vinnuna mín hér. Finnst það
ekki alveg passa inn á þessar síður, svona yfirleitt. En á mánudaginn
fór ég á fund sem varð skemmtileg lífsreynsla. Ég fór nefnilega að
spjalla við forseta Namibíu útaf ákveðnu verkefni sem við erum að vinna
að. Efnið skiptir ekki máli hér, en þar sem umdæmisstjóri stofnuninnar
þurfti að fara til Íslands þá kom í minn hlut að mæta forsetanum einn.
Mér fannst það nú ekkert merkilegt í sjálfu sér, ekkert frekar en
margir aðrir fundir sem ég fer á. En það var gaman að spjalla við hann.

Ég hefði nú ekkert farið að tala um þetta hér, nema vegna þess að
heilmikið mál var gert úr þessum fundi. Sjálft NBC - namibíska RÚV -
mætti nefnilega á staðinn. Myndaði í bak og fyrir meðan við forsetinn
vorum að heilsast. Ekki nóg með það, heldur var tekið viðtal við mig að
loknum fundi og birtist það víst um kvöldið og aftur í morgunþætti
þeirra daginn eftir.

Alveg obbosslega frægur... næstum eins og mexíkósku dömurnar...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh þú ert svo flottur Villi minn
Cool gæi í sjónvarpinu og allt. En hvað með sannanir... Tókstu þetta upp eða hvað ?????

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...