16. maí 2006

Ja, nú er það svart

Þetta var það fyrsta sem mér datt í hug fyrir nokkrum dögum þegar ég
ætlaði að athuga klukkan hvað Evrópusöngvakeppnin væri á BBC Prime. Ég
gat bara ekki séð neitt um þessa keppni, hvorki í sjónvarpsvísinum, né
á dagskrárrásinni í sjónvarpinu, hvað þá heldur á heimasíðu BBC Prime.
Loksins tókst mér að finna spurt og svarað síðu og þá kom í ljós að
söngvakeppnin verður því miður ekki sýnd í Afríku þetta árið.
Aaarrrgggghhhh!

Við Tinna Rut fórum að flippa skelfingu lostin á allar þær evrópsku
stöðvar sem við náum, en horfum aldrei á vegna tungumálaörðugleika.
Fundum ekkert. En nú virðist vera að rofa til. Ég fór á heimasíðu
gríska ríkisútvarpsins, því náum við, og get ekki betur séð en
söngvakeppnin verði sýnd þar! Þvílíkur léttir, en örugglega verður
svolítið stress fram á fimmtudagskvöldið hvort þetta sé nú ekki
örugglega rétt.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á grísku.

Ekki er lítið á sig lagt til að fylgjast með.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey þú lærir þá bara Grísku í leiðinni

Nafnlaus sagði...

Halló Villi, ég er nú loksins komin með upplýsingar um síðuna þína og kem þar með til með að fylgjast með ykkur í Namibíu:-) ég var að skoða gamlar skriftir hjá þér og sá þá að systir þín er að fara að gifta sig 2 september, sem er nú gaman af, ég má þá til með að segja þér að ég og Steini erum að fara að gifta okkur 16 sept. HAHA... ég geri mér nú engar vonir en gaman væri ef þú og Gulla sæuð ykkur fært að mæta. Ég veit náttúrulega ekkert hvað svona stopp eru löng hjá ykkur. Allavegana gaman að geta fylgst með ykkur:-) Bestu kveðjur Inga Gests.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...