
Merkilegt þó að Fílabeinsströndin fékk ekki á sig mark alla keppnina í venjulegum leiktíma. Unnu samt ekki...
Malavar héldu mikið með koparkúlunum, en Sambíumenn eru nágrannaland Malaví og nánir skyldleikar á milli þjóðanna. Það kom mér á óvart að á hótelbarnum hér í Monróvíu hélt meirihlutinn með Sambíu. Fílabeinsströndin er grannþjóð Líberíu, þ.a. ég hefði haldið að hún ætti meiri stuðning. En barliðið var auðvitað ekki þverskurður af Líberíu.
Fyrir tæpum tuttugu árum, 1993, þá fórst allt sambíska fótboltalandsliðið í flugslysi, en liðið var á leið heim frá Afríkukeppninni það árið. Slysið átti sér stað rétt utan við borgina Libreville (Frelsisborgin) í Gabón. Vildi þannig til að úrslitaleikurinn í ár fór einmitt fram í þessari borg. Var þetta því tilfinningaþrungin keppni hjá Sambíumönnum. Þeir vildu virkilega vinna til að heiðra látnar hetjur sínar.
Þeim tókst það.
Til hamingju Sambía!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli