Vakið hefur athygli mína hvað allt er rólegt þessi jólin.
Finnst mér mikill munur frá síðustu jólum. Þá var t.d. varla hægt að fá stæði í Mjóddinni rétt fyrir jólin. Núna var hægt að velja úr stæðum á Þorláksmessu. Og reyndar var það svipað tvo dagana á undan.
Smáralindin var með rólegra móti. Fengum við stæði tveimur dögum fyrir jól rétt við innganginn. Og engan veginn örtröð inni.
Fjarðarkaup. Jú, þar var töluvert af fólki 22. desember, en á sama tíma í fyrra var ekki þverfótað í búðinni fyrir viðskiptavinum. Þá var vandkvæðum bundið að snúa við ef eitthvað gleymdist að setja í kerruna. Ekkert mál að snúa við þessi jólin.
Byko í Breiddinni. Varla kjaftur þar inni.
Garðheimar í Mjóddinni og Blómaval í Skútuvoginum. Ekkert um að vera.
Í gær fór ég í IKEA. Útsala hófst þann sama dag. Ekki var mikið af fólki. Engan veginn. Teljandi á fingrum sér.
Hverju veldur?
Í fréttunum heyrir maður að kuldinn sé orsökin. Ég man ekki betur en hafi verið nístingskuldi í fyrra. Nærri 10 stiga gaddur.
Fór fólk fyrr af stað að versla?
Kannski.
En kannski er samdrátturinn núna fyrst að hafa áhrif á fólk.
Veit það ekki, en er handviss um að fólk verslar töluvert minna núna en þá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
1 ummæli:
Held þetta sé rétt hjá þér. En kaupmenn vilja ekki viðurkenna samdrátt í neyslu. Alltaf sama afneitunin hér í gangi og fjölmiðlarnir spila alltaf með peningavaldinu og láta eins og alls staðar sé brjálað að gera.
En það er búið að vera ferlega næs að versla í rólegheitum.
Skrifa ummæli