25. desember 2010

Jólin 2010

Aðfangadagur kom og fór eins og aðrir dagar.

Maður er víst orðinn svo gamall að helsta gleðin er að fylgjast með börnunum sínum. Og skemmtilegast að fylgjast með yngsta fjölskyldumeðlimnum.

Lundúnaævintýrið olli því að jólatréskaup áttu sér stað töluvert seinna en vant er. Tré fannst þó, en okkur hjónunum þótti tréið hálf-kreppulegt. Líklega minnsta tré frá því að við hófum að kaupa alvörutré, en það gerðum við fyrst 1991 í Vancouver.

Eins og siður hefur verið undanfarin ár, þá fékk sonurinn að setja toppinn á. Honum leist þannig á að geta þetta hjálparlaust, en þrátt fyrir að tréið væri minna en venjulega, þá var drengur of stuttur í annan endann. Faðirinn kom því til hjálpar og var ánægður með.


Ekki var neitt vikið frá vana þegar kom að kvöldmat á aðfangadag. Hamborgarhryggur frá Fjarðarkaupum. Sá bráðnaði í munni eftir snilldareldun eiginkonunnar.

Hér er Rúnar Atli ásamt ömmu sinni við matarborðið. Hryggurinn í forgrunni.


Undir tréinu var mikið af pökkum þetta árið eins og fyrri ár. Hér sést Rúnar Atli halda á stærsta pakkanum sem hann fékk í þetta sinn. Núna, á jóladagsmorgni, situr sá stutti og dundar sér við samsetningu.


Að lokum óskum við öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

1 ummæli:

Jóhanna og Aron Kári sagði...

Flottar myndir, Aron Kári er voða spenntur fyrir stráknum með pleymóið sitt, vill fara að leika við hann og taka nýja pleymóið sitt með haha....
Gleðilega hátíð

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...