20. desember 2010

Enn styttist

Er kominn út að hliði. Mætti út á völl um hálfsjö, en vélin var sett kl. 9. Ekkert bólaði á starfsfólki. Leist mér ekkert sérstaklega á þetta, því önnur flugfélög á nálægum borð voru að tékka inn í óðaönn. Ekkert hins vegar hjá okkur.

Loks um 8 birtist starfsfólk. Skipulagið var ekkert sérstakt því ekkert hreyfðist lengi.

En svo loksins, loksins fór eitthvað að gerast. Ég fékk brottfararspjald, flaug í gegnum öryggiseftirlitið og fékk mér langþráðan morgunmat.

Svo kemur í ljós hvort taskan er með.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...