„Pabbi, það væri gott að vera bóndi með traktor,” sagði sonur minn áðan.
„Nú,” sagði ég og leit upp frá tölvunni.
„Já, bóndi en ekki svona venjulegur maður eins og þú,” sagði sá stutti.
„Jæja,” hljóðaði mitt gáfulega svar, um leið og ég velti því fyrir mér hvaða kosti drengurinn sæi við bóndastarfið.
„Já, því þá þarftu ekki að keyra í vinnuna.”
Ókei. Þá veit ég það. Ætli sé einhvers staðar jörð til sölu?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
4 ummæli:
yndislegt :-)
Jáhá, Villi bóndi!
Elli
Hahahahaha þvílíkur snillingur.
Skrifa ummæli