9. maí 2010

Enn stress vegna flugferða

Enn er vesen vegna flugferða dætra. Dagmar Ýr að þessu sinni. Hún á að leggja af stað til Namibíu í fyrramálið.

En, enn er askan að flækjast fyrir. Mér er sagt að nú sé gömul aska sökudólgurinn. Þ.e. aska sem fór til Evrópu fyrir einhverjum vikum sé nú að snúa til baka.

Ekki er nú öll vitleysan eins.

Vandamálið núna var að Dagmar átti að lenda í Lundúnum um hádegi og fljúga áfram um hálffjögur, en nú verður fyrst flogið til Skotlands. Svo verður ekki lent fyrr en hálffimm í Lundúnum. Þar með er ferðalagið í uppnámi.

En með lagni og peningaúlátum hefst þetta. Líklega.

Okkur tókst að finna flug frá Glasgow sem Dagmar ætti að ná og kemur henni nægjanlega snemma til Lundúna. Síðan virðist Lufthansa ætla að setja Dagmar í seinni vél frá Lundúnum. Við erum því bjartsýn. Eins og er.

Ég má nú til með að hrósa starfsfólki Icelandair. Ég er búinn að hringja þangað nokkrum sinnum undanfarið og finnst viðmótið til fyrirmyndar. Vilja allt fyrir mann gera og er aðdáunarvert hversu vel er tekið á móti manni í símann. en ég vona að ég þurfi ekki að hringja oftar. Þrátt fyrir gott viðmót.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vonandi gengur þetta allt vel og stúlku kindin lendi í faðmi fjölskyldunar heilu höldnu.
Kv
Elli

vennesla sagði...

krossa putta, tær og allt annað fyrir ykkur svo að barnið komist "heim" til mömmu og pabba:)

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...