Sé í Namibian í morgun að í gær féll dómur yfir tveimur sauðaþjófum. Þeir gerðu sig seka um að stela ellefu sauðum 15. janúar 2008. Þetta voru sauðir af svonefndu karakúl-kyni og var verðmæti þeirra 6.600 Namibíudalir. Á þess tíma gengi jafngilti það rúmum 62.000 krónum. Á gengi dagsins í dag væru þetta nærri því 120.000 krónur.
En dómurinn féll sem sagt í gær. Hvor um sig fékk 20 ára fangelsisdóm, þar af eru níu ár skilorðsbundin. Þeir þurfa því að sitja 11 ár í fangelsi pottþétt. Eitt ár fyrir hvern sauð.
Hvernig væru þessir dómar yfirfærðir á íslenska fjárglæframenn?
Kannski við ættum að flytja inn namibíska dómara...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli