11. maí 2010

Allt er þegar þrennt er

Sjaldan er ein báran stök. Tinna Rut lenti í vandræðum með flug fyrir mjög stuttu. Síðan lenti Dagmar Ýr í hrakningum í gær og tafðist um heilan sólarhring í Lundúnum. Og núna var Doddi að missa af Air Namibia vélinni frá Frankfurt til Windhoek. Þannig var víst að þegar átti að leggja af stað frá Stokkhólmi kom í ljós að yfir Frankfurt var þrumuveður með eldingum. Tafðist vélin því um góða klukkustund. Dugði til að tengiflugið náðist þar með ekki. En nýjustu fréttir eru að flug fékkst i gegnum Jóhannesarborg. Doddi og dætur hans komast því á leiðarenda skömmu eftir hádegi á morgun.

Það góða við þetta klúður er að við hjónin þurfum ekki að rífast um hvort okkar ,,fengi" að sækja Dodda og föruneyti klukkan 5:10 í fyrramálið.

Stóra spurningin er síðan hvort álög hvíli á gestum okkar. Hver leggur í að koma næst?

2 ummæli:

Gulla sagði...

Ég sá fram á stórt rifrildi um það hvort okkar „fengi“ að leggja af stað út á flugvöll um kl. 4.30 í fyrramálið. En eins gott að því rifrildi var afstýrt :-)

Nafnlaus sagði...

Ég þori!
Kv
Elli

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...