11. maí 2010

Vetrar í Windhoek

Kalt í Windhoek þennan morguninn. Klukkan sjö sat ég úti á verönd með jarðarberjajógúrtina í ekki nema 4,5 gráðu hita. Úff, veturinn nálgast. Enda ríða kvefpestir röftum hér í höfuðborginni og fólk hóstar og hnerrar hægri, vinstri.

En um daginn heyrði ég að fingur- og táneglur vaxi hægar að vetrinum. Einhverjir plúsar fylgja því fallandi hitastigi.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...