5. febrúar 2010

Stór stund

Á sunnudaginn var fór fram fyrsta kennslustund Rúnars Atla í skóreimingum. Gekk svona la-la, en markmiðið var að kenna honum fyrsta skrefið í þessari stórmerku athöfn. Mér leist nú eiginlega ekki meira en svo á þetta. Var einna helst á því að þetta tæki nú góðan tíma.

Víkur svo sögunni til hádegis á mánudeginum. Ég mæti til að sækja Rúnar Atla í skólann. Situr þá ekki piltur önnum kafinn við að reima skóna sína! Kennaranemi frá Þýskalandi sem er hér um sex mánaða skeið hafði þá bara kennt honum þetta þennan morguninn.

Nú kann Rúnar Atli sem sagt að reima skóna sína. Stórt þrep í þroskaferlinu.

4 ummæli:

Sigga sagði...

Ekki hefur þetta gengið svona vel hérna megin - Bara að kenna þeim að hafa skóhorn í vasanum eins og Ísak Máni gerir, þá þarf lítið að reima.

jóhanna sagði...

Duglegur strákur :)

Tinna sagði...

Go Rúnar :)

Erla sagði...

Þetta er alveg brilli, það ætti kannski að senda þennan kennaranema milli húsa, Óskar á einmitt að vera í svona námi núna en sýnir ákaflega lítinn áhuga...

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...