26. febrúar 2010

Strákadagur

„Mamma, í dag er strákadagur,“ heyrðist í Rúnari Atla áðan.

„Ha, strákadagur?“ hváði móðirin.

„Já, þá á konan að gera allt fyrir strákana,“ sagði sá fimm ára.

Hann lærði greinilega eitthvað af konudeginum...

1 ummæli:

Gulla sagði...

Eins og það sé ekki alltaf strákadagur :-)

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...