21. febrúar 2010

Enn rólegheit

Í gær færðum við lítinn sófa út á verönd. Algjör lúxus að sitja þar, lesa og hlusta á útvarpið að heiman. Sem sagt, annar rólegheitadagur í dag. Bakaði þó vöfflur að beiðni frúarinnar, enda konudagur á Íslandi. Ítalskt kryddbrauð er í brauðvélinni og svo stendur til að hafa pasta með því.

Annars bíður Rúnar Atli í ofvæni eftir því að klukkan verði fimm mínútur yfir fimm. Þá byrja nefnilega Transformers í sjónvarpinu. Bíómyndin þ.e.a.s. Strákurinn eignaðist nefnilega eina fígúru úr þessari mynd og varð mjög ánægður þegar uppgötvaðist að myndin væri á eftir.

Hann hefur spurt mig hvað Transformers heiti á íslensku.

Ég lýsi hér með eftir þýðingu.

1 ummæli:

davíð sagði...

Man ekki eftir að hafa heyrt þessu varpað yfir á hið ástkæra hin síðari ár. Man reyndar eftir þáttunum í barnatíma Stöðvar 2 hérna í den en get ómögulega munað hvert íslenska heitið var. Spurning um að fletta upp í Morgunblaðinu í kringum 1987 undir liðnum dagskrá sjónvarpsstöðvarnar.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...