Rólegur laugardagur hjá okkur hjónum og syni. Reyndar fór Rúnar Atli í afmælisveislu í morgun og á meðan skruppum við Gulla í bæinn. Alltaf gaman að kíkja í búsáhaldabúðir. Gulla keypti sér kjötsúpu- og baunapott. Frekar í stærra lagi, 16,5 lítrar. Aðeins. Hann virkaði ekkert rosalega stór í búðinni, en ofan á eldavélinni okkar ... það er nú önnur saga.
Núna sitjum við og hlustum á snarkið í grillinu. Svínakótilettur og grænmeti fara á grillið.
Annars er þvílíkur molluhiti að maður nennir varla nokkrum sköpuðum hlut. Ætli séu ekki rúm 30 stig í forsælu. Nú bíð ég bara eftir kvöldinu, því þá er gott að sitja úti, lesa bók eða rápa um netið.
20. febrúar 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli