Rúnar Atli fékk í jólagjöf í fyrra mynddisk sem heitir Jólasveinarnir - syngja og dansa. Ég hef nú ekkert verið voðalega hrifinn af þessum diski, finnst hann frekar illa unninn og svo er dauðasyndin að í einu laginu skuli vera sungið margoft: „Mig hlakkar svo til.”
Mig hvað?
Ég hlakka til!
Nú vildi svo til um daginn að Rúnar Atli rekst á þennan disk og tekst að plata einhvern til að setja hann í spilarann. Nema hvað, vinsældir þessa disks urðu um leið gríðarlegar, ekki minni en Simpson's eða Bjarnabóls.
Nú heyrir maður í sífellu Adam átti syni sjö, jólahókípókí, gekk ég yfir sjó og land og þar fram eftir götunum.
Síðan þegar verið er að keyra í bílnum og eitthvað lag kemur í útvarpinu sem mér dettur í hug að raula með, þá heyrist án undantekninga úr aftursætinu: „...hann sáði, hann sáði...”
Eini ljósi punkturinn er að drengurinn mun þekkja íslensku jólalögin mörg hver þegar við komum til Íslands um næstu jól.
En stundum er of mikið af því góða...
31. ágúst 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli