Fyrir átta dögum þá tók ungur maður sig til hér í Windhoek og hrifsaði farsíma af 16 ára stúlku og hljóp á braut. Sá líklega fyrir sér auðveldan ránsfeng. Þvílík mistök. Töluverður hópur fólks var þarna á ferli og tók fjöldi þeirra sig til og hófu að elta þjófinn uppi. Eltingarleikurinn barst meira en kílómetra í burtu og þegar þjófurinn kom að stóru uppistöðulóni grýtti hann símanum frá sér, reif sig úr bolnum og stakk sér til sunds.
Sást hvorki tangur né tetur til hans, þó lengi væri beðið.
Nú, átta dögum síðar, kom í ljós að þjófurinn var ekki syndur. Lík hans rak nefnilega að landi í gær, nær alveg á sama stað og hann steypti sér út í lónið.
Hversu mikils virði er farsíminn?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli