26. ágúst 2007

Framtakssamur gutti

Dagurinn byrjaði rólega í morgun. Feðgarnir bara tveir einir heima. Þó var vaknað til að fylgjast með ferðalagi Gullu. Sms tæknin notuð til þess.

Að loknum vöfflubakstri og -áti héldum við tveir í rólegheitum niður í bílskúr. Smátt og smátt er nefnilega verið að hefja smíðar hér í Namibíunni. Í gær var fjárfest í hillum til að hafa í bílskúrnum og vorum við langt fram eftir morgni að skrúfa saman rær og bolta.

Eins og sést var mikil hjálp af syninum, en honum þótti samsetningin skemmtileg, en nokkuð strembin.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...