29. ágúst 2007

ÞRIGGJA ára!!

Þá kom loksins að því! Höfuðdagur rann upp, sólbjartur og fínn. Og Rúnar Atli þar með orðinn þriggja ára.

Þegar hann var sóttur af leikskólanum í gær fylgdi sú beiðni frá kennurunum að eitthvert góðgæti kæmi með honum í dag til hátíðarbrigða.

Rúnar Atli vildi „brúna köku“ svo pabbinn bakaði súkkulaðitertu bæjarstjórans úr gömlum Gestgjafa. Tertan vakti mikla lukku á leikskólanum og ekki var einn mylsnubiti eftir handa bakaranum...

En það var þónokkuð gert úr deginum á leikskólanum. Rúnar Atli fékk fína kórónu sem hann tók ekki af sér allan daginn. Síðan fékk hann bók frá leikskólakrökkunum. Í bókinni eru málingarför lófa allra krakkana á leikskólanum. Mjög skemmtileg hugmynd.

Hér sést afmælisbarnið með kórónuna góðu og lófabókina.


Síðan í hádeginu voru opnaðir pakkar frá systrum hans Rúnars Atla. Eins og sést var einbeitingin mikil. Það minnkar ekki spenningurinn þótt bætist við pakkana.



Hér sést bílaflutningabíllinn sem Dagmar Ýr gaf honum,


og síðan Benz pallbíllinn frá Tinnu Rut.


Að lokum var Tinnu Rut rekinn rembingskoss fyrir pakkann sinn, en kossinn til Dagmarar Ýrar bíður betri tíma.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...