25. ágúst 2007

Afmælisveisla

Í dag héldum við upp á afmælið hans Rúnars Atla. Jú, nokkrum dögum fyrir tímann, en þar sem Gulla verður á Íslandi á sjálfan afmælisdaginn var ákveðið að taka forskot á sæluna.

Bakaðar voru tvær tertur og eins og sjá má náði Rúnar Atli að slökkva á öllum þremur kertunum í fyrstu tilraun.


En aðalstuðið var þó að opna stóra pakkann, og mikil var einbeitingin...


Pappírtætlur flugu í allar áttir, svo við hin áttum fótum fjör að launa


Fljótlega kom í ljós að í pakkanum var þríhjól, og minnkaði ákafinn ekki við það.


Hins vegar gekk erfiðlega að ná öllum pappírnum af, þrátt fyrir hetjulega baráttu.


Að lokum tókst þó að ná hjólinu út og fyrsta verk var að ná í Lubba svo hann gæti komið með í jómfrúarferðina.


Hér er ánægður gutti, og hundurinn hans, að tæta upp flísarnar á veröndinni.


Smáerfiðleikum var bundið að samræma fótahreyfingarnar til að fá þríhjólið til að fara í rétta átt, en það horfir allt til betri vegar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

:-D

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...