13. janúar 2016

Að muna eða gleyma

Fyrr í kvöld var ég að leita að gamalli ljósmynd og datt í hug hún væri einhvers staðar á þessum dagbókarsíðum. Ég fann hana ekki, en eins og oft þegar ég leita að hlutum hér þá dett ég í lestur. Og þá gleymi ég mér alveg. Fullt af atburðum sem voru horfnir úr minningunum rifjast upp á ný.

En árið 2015 var nú lélegt í þessum skrifum. Tvær færslur... úff, skammarlegt. Það þýðir að árið 2020 man ég ekkert sem gerðist 2015.

Sorglegt.

Því ætla ég að fara að skrifa hér aftur. Aðallega bara fyrir sjálfan mig.

Skrifa fyrir eldri mig.

Ef aðra langar að lesa, þá er það velkomið.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...