30. janúar 2016

Fallegt um að litast í Malaví

Ýmis vandamál steðja að Malavi. Ekki er hægt að neita því. En fagurt er umhverfið, ekki síst á þessum árstíma þegar rignt hefur. 
 
Við Rúnar Atli ókum niður að Malaví-vatni í gær. Fyrstu kafanir ársins í uppsiglingu. Aksturinn tók um þrjá tíma, sem er lengur en venjulega. Ástæðan var að forseti landsins var á ferð á sama tíma með sínu föruneyti. Þá bíðum við hin. 
 
Á leiðinni gerði stundum úrhellisrigningu svo þurrkurnar höfðu varla við. Inn á milli stytti upp og þá var fagurt að horfa yfir. Rigningin tekur jú allt rykið sem vanalega truflar útsýnið. Litabrigðin milli skúra eru líka sérdeilis falleg, en ég er ekki nógu flinkur ljósmyndari til að fanga svoleiðis. 
 
Svo víkur brúni liturinn fyrir þeim græna í kjölfar rigninga og allt sem spretta kann vex með ógnarhraða. 
 
En hér eru nokkar myndir af Malaví hinni grænu. 
 
 
Hér að ofan sést Malaví-vatn í fjarska
 
 
Sumir hafa auðvitað takmarkaða þolinmæði fyrir útsýnið
 
 
 

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...