Þetta er vélin fyrir mig.
En ég bý í Malaví...
Þar er ekkert hægt að labba út í búð og fá myndavélina sem maður vill. Hér er auðvitað hægt að kaupa myndavélar, en maður verður bara að sætta sig við það litla úrval sem hér er. Mjög sjaldgæft er að finna nýjustu gerðir af raftækjum, yfirleitt næst nýjasta eða þriðja nýjasta kynslóð. Ég leitaði hér, en fann ekki vélina „mína.“
Ég fór því enn á veraldarvefinn og skoðaði úrvalið í verslunum á Íslandi. Ég ætlaði jú í jólafrí þangað. Ég fann vélina á tveimur stöðum, í Nýherja og Elkó.
![]() |
Mynd af vélinni af Elkó vefnum frá 14. janúar 2016 - sama verð og ég sá í desember |
Á leiðinni til Íslands í desemberbyrjun skipti ég um flugvél í Jóhannesarborg. Sá þar svona vél - nákvæmlega sama týpan - og fannst hún vera miklu ódýrari þar. Var nú ekki alveg viss hvort ég væri með rétt gengi í kollinum, svo ég gerði ekkert í málinu.
Á Íslandi fór ég að leita á suður-afrískum vefsíðum. Fann vélina og jú miklu ódýrari. Var nú ekki viss um hvort einhver tilboð væru í gangi. Í janúarbyrjun flaug ég til baka og stoppaði í tvo daga í Jóhannesarborg. Kíkti í ljósmyndabúð og spurði hvort vélin væri til. Jú, jú, það var hún. Verðið var 3.699,99 í s-afrískum röndum. Ég borgaði með íslenska debitkortinu mínu. Og hvað var tekið út af reikningnum mínum?
Jú, 31.906 krónur. Sem sagt, 22.089 krónum ódýrari en heima á Íslandi.
Ísland, 69% dýrari en S-Afríka. Hold kæft, eins og danskurinn myndi segja.
69%!
Framleidd í Japan, svo hún þurfti að ferðast slatta vegalengd til að komast til Afríku.
En þetta er nú ekki allt.
Rúnar Atli fékk startpakka af einhverjum PlayStation 3 Stjörnustríðsleik í jólagjöf. Eins og á myndinni hér að neðan.
![]() |
Svona græju fékk Rúnar Atli - af Elkó síðunni 14. janúar |
88%! Herregud! svo maður haldi áfram að sletta á skandinavísku.
Að gamni kíkti ég að MacBook fartölvur - 12 tommu silfurútgáfa með 256 GB geymsluplássi.
Í S-Afríku, 21.999 rönd = 189.851 króna.
Á Íslandi, 247.990 krónur.
30% verðmunur.
Ókei, vaskurinn í S-Afríku er 14% sem er töluvert minna en 24 prósentin á Íslandi. En, samt...
Og ekki skal ég trúa að verslunareigendur í S-Afríku vilji ekki sinn hluta.
Munurinn á myndavélinni og sér í lagi PS3 leiknum nær bara ekki nokkurri átt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli