18. janúar 2016

Skrýtið - maður slappaðist um jólin...

Þá kom að því.

Fyrsti alvöru hjólatúr ársins.

Eftir eintóma hjólaleti frá því að snúa aftur til Lílongve úr fríinu, þá skellti ég reiðhjólinu í skottið á bílnum á leið til vinnu í morgun. Hafði ekki hjólað neitt síðan 4. desember í fyrra. Síðan hjólaði ég heim, og þar sem bílinn er í vinnunni þá þarf ég að hjóla til vinnu í fyrramálið. Séður hann Villi.

Í gær bætti ég smálofti í dekkin og skellti brettum á hjólhestinn. Núna er jú regntími, og undanfarna þrjá, fjóra daga hefur rignt hressilega. Því er betra að forðast drullusturtur og -slettur frá dekkjunum. Einnig er ég með regnjakka í annarri hjólatöskunni. Svona til öryggis. Allt var því til reiðu.

Ég var reyndar alveg tilbúinn að fara að hjóla á nýjan leik. Andlega í það minnsta. Skömmu eftir klukkan fjögur var ég búinn að skipta í hjólagallann, setti Strava appið í gang (smá reiðhjólalingó...) og hjólaði af stað. Eftir tvo kílómetra var ég farinn að blása svolítið.

Svolítið meira en venjulega.

Svo voru brekkurnar upp-í-móti aðeins strembnari en í minningunni. Kannski voru hjólatöskurnar eitthvað þyngri en venjulega? Ég fékk reyndar skemmtilegan pakka í pósti í dag og sá var í annarri töskunni. En ég held að hann hafi ekki gert neinn gæfumun. Ég skal segja frá þessum pakka í næsta pistli.

En þetta hafðist nú allt saman þótt aðeins væri maður hægari en vanalega. Ég komst á leiðarenda heill á húfi. Rétt rúmlega 10 km lágu að þessu sinni, sem er svona algengasti túrinn til og frá vinnu.

En veðrið var eins og það gerist best, skýjað en þurrt. Ekki of heitt og ekki of blautt. Jakkinn fékk að vera í töskunni og brettin

Á morgun hjólar maður svo báðar leiðir.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...