Vinur hans Rúnars Atla, Paolo, er búinn að vera hér síðan í hádeginu. Þeir eru góðir vinir og þarf ekkert að hafa fyrir þeim. Núna áðan, þegar var að rökkva, voru þeir í fótbolta úti á flötinni framan við húsið. Rúnar Atli var búinn að rífa sig úr treyjunni, enda var heitt í dag. Ég stakk upp á að hann færi í hana aftur, því nú færi að kólna.
„Nei,“ svaraði hann að bragði. „Ég þarf þess ekki. Mér verður ekkert kalt. Ég er nefnilega Íslendingur!“
18. maí 2013
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli