Í gærkvöldi fórum við Gulla í kvöldverðarboð. Gestgjafinn var írsk kona og sátu 16 manns til borðs hjá henni. Maturinn var fínn, meðal annars Guinness-gúllas. Já, gúllas soðið upp úr Guinness bjór. Smakkaðist mjög vel, get ég sagt ykkur.
En þarna voru allraþjóðakvikindi, þó flest okkur værum evrópsk. Fyrir utan Íra og Íslendinga, voru þarna fulltrúar Hollands, Finnlands, Þýskalands og Bretlands frá Evrópu. Einnig var þarna fulltrúi Bandaríkjanna, Indlands og - æ, nú er minnið að stríða mér - einhvers mið- eða suður-Ameríkulands. Ég held þá séu allir upptaldir.
Eins og gengur var spjallað um heima og geima. Á einhverjum tímapunkti komst Evruvisjón auðvitað að. Öll okkar frá Evrópu höfðum skoðun á keppninni. Í flestum löndum hefur greinilega í gegnum tíðina þótt lummó að fylgjast með, en flestir þó gert það engu að síður. Finnski kossinn var svolítið ræddur, sem og skrýtin framlög Íra til keppninnar. Kalkúnninn Dustin var þar efstur á blaði.
Einhver, líklega Bandaríkjamaðurinn, velti upp þeirri spurningu hvort Afríka ætti ekki að setja á laggirnar svona keppni.
Afróvisjón.
Hugmyndin þótti ekki slæm. Mikil tónlistarhefð er jú í Afríku og yfirleitt dansað með. Afróvisjón gæti orðið flott.
Spurningin bara hvernig á að byrja?
19. maí 2013
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli