Í morgun brustu mörg suður-afrísk hjörtu. Stökkhafrarnir þeirra töpuðu nefnilega fyrir Áströlum í fjórðungsúrslitum á heimsmeistaramótinu í rúbbíi.
Ekki kæmi á óvart að nöldrað verði yfir frammistöðu dómarans á kaffistofum þar syðra á morgun.
Frakkar hins vegar eru í skýjunum eftir að vinna sigur í gær á erkifjendunum frá Englandi í gær. Rúnar Atli fór í afmæli í gær til fransks bekkjarbróður síns. Pabbi hans var í skýjunum yfir sigri Frakka. Ekki skemmdi fyrir að hann horfði á leikinn í breska sendiráðinu hér í borg. Greinilega var sú upplifun algjör rúsîna í pylsuenda.
Já, hvernig væri lífið ef engar væru íþróttirnar?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Tók eftir að ekkert var fjallað um frammistöðu Namibíu á síðunni síðustu vikur!
Kom mér annars á óvart að lið Namibíu var jafnvel Afrikaner fjölmennara en lið Suður Afríku. Enda veit ég næsta ekkert um Namibíu.
Svaf annars af mér leikina í morgun, en missi ekki af leiknum næsta sunnudag. Áfram Nýja Sjáland!
Skrifa ummæli