Á þessum sjö, átta vikum sem við höfum búið í Lílongve erum við búin að átta okkur á tvennu í sambandi við innkaup. Hægt að kaupa allflest það sem hugurinn girnist hér í borginni. En, og það er hinn lærdómurinn, vandamálið er að finna búðina sem býður upp á það sem hugurinn girnist þá stundina.
Einn daginn svigna mjólkurhillur undan endalausum tegundum af jógúrt, svo dæmi sé tekið. Tveim dögum seinna eru sömu hillur eins og eyðimörk. Þá hefst leit að annarri verslun með svignandi hillum.
Nú í dag lenti ég í smávanda.
Við kíktum í matvörubúðina og ég ákvað að grípa með mér einni flösku af Malaví gini.
Já, hér er áfengi selt í matvörubúðunum og engum þykir neitt merkilegt við það. Ja, reyndar ekki í búðum sem eru í eigu múslíma.
Malaví gin er ágætis drykkur. Reyndar nokkuð frábrugðið því gini sem maður kaupir annars staðar, en alveg ágætt engu að síður.
En út í gin þarf auðvitað tónik.
Og þar vandaðist málið.
Ekki tónikflösku að sjá í búðinni.
Ekki einu sinni tómt gler, hvað þá meir.
Ég fór í aðra búð.
Sama saga.
Það verður því freyðivín í glasi hjá mér í kvöld við grillið, ekki gin og tónik.
En á morgun hlýt ég að finna einhvers staðar tónik.
8. október 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli