8. október 2011

Þjóðarstolt eða sölumennska

Var að skoða hjólbörur í búð einni í indverska hverfinu hér í Lílongve. Þarf eiginlega að fjárfesta í þannig grip. Í búðinni voru til þrjár tegundir.

Kínversk framleiðsla, indversk framleiðsla og suður-afrísk framleiðsla.

Og hvernig þekkir maður svo gæðin?

Þær kínversku kosta 10 þúsund kvatsa (u.þ.b. 7.500 kr).

Þær inversku 12.500 kvatsa og þær s-afrísku 15.000 kvatsa.

Þetta er yfirleitt standardinn hér, kínverskt lélegast, inverskt þokkalegt og s-afrískt best.

Allir sölumenn búast við að útlendingur eins og ég kaupi bestu gæðin, þ.e. það dýrasta.

En svo hvíslaði afgreiðslumaðurinn, af indverskum ættum, laumulega í eyra mér: „Þær indversku eru alveg jafngóðar og þær s-afrísku.“

Þarna varð þjóðarstoltið yfirsterkara sölumannseðlinu.

2 ummæli:

Lissy sagði...

Of hvad gerdidu tha?

Villi sagði...

Ekkert enn. Er í Afríku þar sem ákvarðarnir eru ekki teknar í neinu hraði. Þær indversku heilla þó...

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...