Núna eftir hádegið fór að rigna í Lílongve.
Hér hefur ekki rignt síðan við komum fyrir tæpum tveimur mánuðum. Og þá var ekki búið að rigna í einhverja mánuði.
Regntímabilið fer bráðum að hefjast, en ég held reyndar að þetta sé smáforskot á sæluna.
Rigningin var ekta. Alveg eins og í Windhoek. Núna dembist hún niður með hávaða og látum.
Og sama lykt og í Windhoek fyllir hér vitin. Lykt af þurrum jarðvegi sem verður blautur á svipstundu.
Lykt gróðurs.
Lykt gleði.
A.m.k. fylgdi ávallt gleði rigningu í Windhoek.
Á morgun kemst ég vonandi að því hvort gleði fylgi líka rigningu í Lílongve.
4. október 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli