Veðrið lék við hvern sinn fingur hér á höfuðborgarsvæðinu í dag. Kíktum við fjölskyldan niður í miðbæ, lögðum bílnum á Skálholtsstíg og röltum okkur svo í gegnum Þingholtin, upp Bankastræti og þaðan upp Skólavörðustíg, niður Klapparstíginn svo Laugaveg, niður Bankastrætið, suður Lækjargötuna og heilsuðum upp á endurnar á tjörninni.
Þetta var rólyndisgöngutúr en skemmtilegur. Við kíktum í tvær antíkverslanir og létum okkur dreyma um fallega hluti. Mikið af gömlum og vönduðum húsgögnum í þessum búðum. Flest kostar sitt, en ef sett í samhengi við verðlag á húsgögnum, þá eru þessir gömlu hlutir ekkert dýrari en annað. Ég hef alltaf verið svolítið svag fyrir að eignast skatthol. Er búinn að sjá eitt sem ég væri alveg til í að splæsa í, en auðvitað þarf að vega og meta þetta eins og annað. Svo eru ýmsar hirslur, borð og margt fleira sem væri gaman að eiga.
Við kíktum svo í fornbókabúðina neðarlega á Klapparstígnum. Ég hef aldrei komið þar inn áður. Þvílík búð! Bækur út um allt. Ég gæti setið þarna inni og dundað mér að skoða bækur dögum saman. Greinilega er töluverð traffík þarna, enda líklega með sérstakari verslunum bæjarins.
Ánægjulegur dagur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli