31. mars 2011

Hvítt eða rautt?

Nei, ekki áfengi... hvað eruði að hugsa eiginlega?

Fyrir þremur tímum eða svo tók Rúnar Atli svokallað beltapróf í karate. Hann, sem byrjandi, hefur haft hvítt belti. Nú var spurningin hvort hann næði prófi til að fá næsta lit fyrir ofan.

Rautt belti er það næsta í röðinni.

Síðustu tvær vikur hefur ríkt nokkur spenningur vegna prófsins. Slatti af armbeygjum verið tekinn heima fyrir og ýmsar fleiri æfingar ástundaðar.

Nú var stóra stundin runnin upp.

Fyrst þarf auðvitað að hita upp með armbeygjum og fleira í þeim dúr.


Einbeitingin er mikil. 

Svo þarf að teygja vel á öllum vöðvum svo allt fari nú á besta veg.



Ýmsar þrautir þurfti að leysa af hendi, t.d. fara í kollhnís. Ekki mikið mál.


Svo þarf að setja sig í karate-stellingar. Flottur og fagmannlegur drengurinn.

 

Auðvitað náði piltur settu markmiði. Hér sést hann stoltur taka við prófskírteininu úr hendi prófdómarans og rauða beltinu sjálfu úr hendi kennarans síns.


Hér er svo allur hópurinn sem þreytti prófið með árangur erfiðisins


Búinn að setja upp rauða beltið. Enginn byrjandi lengur.


Svo er það sjálft prófskírteinið.

2 ummæli:

davíð sagði...

Góður.

Allt annað að vera með svona rautt belti heldur en hvítt.

jóhanna sagði...

Flottur drengurinn með rautt belti, það er líka mikið fallegri litur

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...