6. mars 2011

Hvalir í Kolgrafafirði

Eftir miklar bolluveislur (jamm, fleiri en eina) í Grundarfirði í morgun, þá lögðum við af stað heim fljótlega eftir hádegið. Þegar við nálguðumst brúna fínu yfir Kolgrafafjörðinn þá rákum við augun í hvali rétt fyrir utan brúna.

Ég er nú enginn hvalasérfræðingur, en gat ekki betur séð en þetta væru háhyrningar. Þarna var þónokkur fjöldi, ekki undir tíu stykki. Allt morandi í fugli líka, þ.a. greinilega var fiskur þarna sem hægt var að gæða sér á. Við stöðvuðum bílinn og horfðum í góða stund. Alveg þótti okkur magnað að sjá þessar skepnur svona nálægt.

Sem ég skrifa þetta, dettur mér í hug að myndavélin og aðdráttarlinsan voru með í för.

Æ, stundum er maður hálfmisheppnaður :-)

1 ummæli:

davíð sagði...

Góður

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...