Það kyngir naumast niður snjó þessa dagana. Fyrir fyrrum Namibíubúa er þetta skemmtileg upplifun. Að vísu er skjólklæðnaði ábótavant. Ekki væri vitlaust að leita sér að kuldaskóm, sé ég gjörla. Tók aukasokkapar með í vinnuna í morgun, enda fylltust skórnir af snjó. Verð nú að þakka eiginkonunni þá hugmynd.
Á svona snjóadegi er fínt að ferðast í strætó. Út um gluggann á vagninum fylgdist ég með ýmsum misskemmtilegum uppákomum þeirra sem voru á eigin bílum. Þó nokkuð margir sátu fastir í innkeyrslum og fórnuðu höndum yfir þeim örlögum sínum. Umferðin gekk hægt og var þung, en strætisvagninn ruddist áfram og var ekki langt á eftir áætlun. Svo vakti athygli mína hversu margir nenna ekki að sópa snjónum almennilega af bílunum sínum. Sumir með smágægjugat á framrúðunni og nenna ekki að sópa af öðrum gluggum.
Ég átti sem sagt áhyggjulausa ferð í vinnuna og naut þess að hlusta á KK í útvarpstækinu mínu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli