15. nóvember 2010

Meiri músaraunir

Á fimmtudaginn fór rafmagnið allt í einu af hluta af húsinu okkar. Sama hvað við gerðum, lekaliðnum sló alltaf út. Rafvirki var kallaður til og eftir smástund var sá dómur kveðinn upp að eitthvað væri að þvottavélinni okkar.

Þvottavélin af öllum hlutum. Einmitt það heimilistæki sem maður vill síst missa.

Nú voru góð ráð dýr. Annar viðgerðarmaður var kallaður út og tók hann þvottavélina til viðgerðar á föstudaginn. Engin þvottavél alla helgina, þ.a. nú var aldeilis gætt sín að „endurvinna” föt og þó sérstaklega handklæði. Ómögulegt að verða handklæðalaus, ekki satt?

Svo í morgun fékk ég símtal frá viðgerðarmanninum. Sá sagðist vera búinn að finna bilunina og yrði lítið mál að redda þessu.

Og... hvað gerðist? vildi ég fá að vita.

Jú, líklega hefur mús komist inn í þvottavélina og nagað einangrunina af einhverjum vírum.

Mús!

Líklega ættingja músanna sem við eltumst sem mest við í vetur sem leið.

Einhver hefnigirni líklega á ferð. Hlýtur að vera, því ég skil engan veginn af hverju músarræfill vill naga á einhverri einangrun, þegar nóg matarkyns er til í húsinu.

En málið er þó leyst svo nú er hægt að fara að þvo á nýjan leik.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...