Eins og á mörgum íslenskum heimilum var skellt í vatnsdeigsbollur í dag. Enda bolludagur á morgun. Verður að viðurkennast að stundum hefur það hent undanfarin ár að bollurnar falli. Kenni ég yfirleitt bakaraofninum um.
Nema hvað, í dag tókust bollurnar alveg rosalega vel. Flottustu og stærstu bollur sem ég man eftir að hafa bakað. Bakaraofninn er sá sami og í fyrra, þ.a. sú kenning að ofninn sé óþéttur stenst ekki. Nýja kenningin er sú að hrærivélin skipti öllu máli. Eins og lesendur dagbókarsíðna Gullu hafa tekið eftir, þá fjárfesti hún í KitchenAid hrærivél um daginn. Sú vél er algjör draumur og efast ég ekki um að þar liggur ástæðan fyrir fínu bollunum.
Hér er svo mynd sem ég stal af vefsíðunni hennar Gullu minnar. Sést þar vel þvílíkar gæðabollur þetta voru.
14. febrúar 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
3 ummæli:
Mig langar í bollur :(
Það er kannski hægt að baka bollur fyrir þig þegar þú kemur heim elskan :-)
Ég get sætt mig við það :)
Skrifa ummæli