Síðan fóru ýmsir furðulegir hlutir að gerast, þ.a. ég fór að leita aðstoðar mér reyndari tölvugúrúa. Þeir voru nú ekki alltof bjartsýnir, enda tölvan frá árinu 2002. Var sett saman í Quanta verksmiðjunni í Tævan í þrettándu viku þess árs. Hún er því orðin rúmlega sjö ára gömul.
En falleg er hún...

Ég fékk leiðbeiningar og fór að dunda mér í björgunaraðgerðum. Þurfti að „strauja“ tölvuna, þ.e. þurrka allt útaf henni og byrja alveg frá grunni. Þetta hefur tekið nokkrar kvöldstundir, og enn er eitthvað eftir. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ekkert bólar á þeim vandræðum sem voru að hrjá mig. Líklega er tölvan því í góðu lagi og vesenið tengt einhverjum forritsstubbi sem hefur sýkst.
Útaf þessu hefur verið bið á Viktoríufossaferðasögunni, en nú styttist í hana.
3 ummæli:
ég bið allavega spennt eftir ferðasögunni :) gott að talvan sé enn að virka
Ha??? Bilar apple??
Æ, það var víst ein vin-dós sem var tengd heimanetinu okkar og hefur líklega valdið þessu. Öfundsýki.
Skrifa ummæli