15. ágúst 2009

Tölvuvandræði

Hef átt í vandræðum með tölvuna mína undanfarna viku. Sá allt í einu að myndunum mínum fór hraðfækkandi á tölvunni. A.m.k. skv. forritinu sem heldur utan um myndirnar mínar. Þær voru ekki orðnar nema 4.000, en eiga að vera nær 14.000. Svo voru þær komnar niður í tvö þúsund, síðan níuhundruð og svo bara ekki ein einasta mynd. Ég viðurkenni að hafa fengið nett sjokk við þetta. En eftir að hafa blásið nokkrum sinnum í bréfpoka þá fór ég að leita á tölvunni og fann allar myndirnar. Sem betur fer.

Síðan fóru ýmsir furðulegir hlutir að gerast, þ.a. ég fór að leita aðstoðar mér reyndari tölvugúrúa. Þeir voru nú ekki alltof bjartsýnir, enda tölvan frá árinu 2002. Var sett saman í Quanta verksmiðjunni í Tævan í þrettándu viku þess árs. Hún er því orðin rúmlega sjö ára gömul.

En falleg er hún...


Ég fékk leiðbeiningar og fór að dunda mér í björgunaraðgerðum. Þurfti að „strauja“ tölvuna, þ.e. þurrka allt útaf henni og byrja alveg frá grunni. Þetta hefur tekið nokkrar kvöldstundir, og enn er eitthvað eftir. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ekkert bólar á þeim vandræðum sem voru að hrjá mig. Líklega er tölvan því í góðu lagi og vesenið tengt einhverjum forritsstubbi sem hefur sýkst.

Útaf þessu hefur verið bið á Viktoríufossaferðasögunni, en nú styttist í hana.

3 ummæli:

Jóhannan sagði...

ég bið allavega spennt eftir ferðasögunni :) gott að talvan sé enn að virka

Tommi sagði...

Ha??? Bilar apple??

Villi sagði...

Æ, það var víst ein vin-dós sem var tengd heimanetinu okkar og hefur líklega valdið þessu. Öfundsýki.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...