Eftir rétta viku rennur upp stór dagur. Þá verður Rúnar Atli fimm ára. Merkisdagur verður það. En um síðustu helgi var tekið forskot á sæluna. Þar sem bæði Doddi og Dagmar Ýr fóru aftur til sinna heima áður en afmælisdagurinn skall á, var ákveðið að halda litla afmælisveislu fyrir þau. Ég skellti í eina súkkulaðitertu og Gulla útbjó tartalettur og meira gúmmelaði.
Auðvitað fékk drengurinn pakka frá systur sinni og frænda. Mikil var gleðin þegar legókubbar komu í ljós og síðan græjur eins og Benni tíundi (Ben 10) notar óspart í teiknimyndum í sjónvarpinu. Gaman að því hversu fölskvalaus gleðin er á þessum aldri: „Vá, vá, vá, vá,“ heyrðist frá drengnum trekk í trekk.
Síðan verður jú veisla á laugardaginn kemur - á sjálfan afmælisdaginn. Svo verður ábyggilega þriðja veislan helgina þar á eftir. Leikskólinn er nefnilega í frí næstu viku og ákváðum við því að reyna ekki að bjóða vinum hans þaðan fyrr en eftir að skólinn byrjar á nýjan leik.
Þrjár veislur - ekki slæmt.
22. ágúst 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
4 ummæli:
sætastur... jemin hvað þetta er æðislegar myndir og sést vel hvað guttinn er glaður með gjafirnar sínar.
Já, myndirnar eru alveg frábærar. Enda er ég frábær ljósmyndari :) haha
Til hamingju með daginn Rúnar Atli.
kv.
Sigga og co í Eyjabakkanum.
Takk fyrir okkur - við erum í rólegheitum að melta terturnar. Dabbi og Stebbi tóku það einna alvarlegast og sofa á sitt græna... Sjáumst síðdegis!
Skrifa ummæli