20. ágúst 2009

Sá á kvölina sem á völina

Í gær fékk Tinna Rut bréf í póstinum. Var það frá Dalhousie háskólanum í Halifax, sem er á austurströnd Kanada. Í bréfinu var henni tilkynnt að hún fengi inngöngu í skólann frá og með janúar á næsta ári.

Við feðginin settumst því niður í gærkvöldi og skoðuðum námið sem hún hefur áhuga á og fleiri þætti í skólastarfinu. Er skemmst frá að segja að nú er dóttir mín á báðum áttum. Upphaflega langaði hana mest í háskólann í norður bresku Kólumbíu, sem hún fékk líka inngöngu í.

En, Dalhousie er líka spennandi. T.d. býður deildin sem hún færi í upp á þann möguleika að eyða einu sumri við háskóla á Kúbu. Er það hluti af náminu. Annar möguleiki er að fara til Afríku í nokkra mánuði, t.d. Senegal eða Rúanda.

Þ.a. nú stefnir í erfiða ákvörðun.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...