Í gær komum við til Rúndú, bæjar austarlega í Namibíu við Kavangó-ána. Sú á skilur að Namibíu og Angólu. Áum við á snyrtilegu gistiheimili í Rúndú. Nú sit ég á verönd gistiheimilisins. Útsýnið er fallegt. Sé ég yfir grasi gróinn dal sem áin rennur í gegnum og hinum megin sé ég Angólu. Paradís lítur ábyggilega út í líkingu við þetta.
Mér á vinstri hönd er herbergisálman, en úr herbergjunum er gengið út í garðinn og þaðan hægt að komast á fyrrnefnda verönd. Fyrr í dag sátum við á veröndinni en Rúnar Atli var að stússast í herberginu okkar. Þótti mér óþægilegt að hann skildi hurðina eftir ólæsta þegar hann kíkti öðru hverju á veröndina til okkar hinna. Gekk ég því með honum að herberginu og sýndi honum hvernig hurðinni er læst. Æfði hann sig nokkrum sinnum og gekk vel. Skildu svo leiðir, ég settist á veröndina og hann fór að leika sér í herberginu. Nokkru síðar kemur hann gangandi.
,,Læstirðu hurðinni, kallinn minn?'' spurði ég.
,,Já, ég gerði það,'' var svar guttans.
,,Hvar settirðu lykilinn?'' var næsta spurning mín.
,,Hann er í skránni,'' kom svarið.
,,Ha, tókstu hann ekki með?''
,,Nei, af hverju?''
Kennslunni var greinilega ábótavant.
31. júlí 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
1 ummæli:
hehehe, hann er bara snillingur thessi elska:-)
koss og knús frá okkur í Norge
Skrifa ummæli