Hún er að vonum ánægð og það erum við foreldarnir líka. Auðvitað verður erfitt að sjá af ,,barninu'' í burtu og það enga smávegalengd. En það er gaman þegar draumarnir rætast og verða að veruleika smátt og smátt.
Við keyptum því freyðivínflösku í tilefni fréttanna og Tinna Rut fékk að opna flöskuna.
,,Bíddu á ekki eitthvað að gerast?''
... og þá flaug tappinn eitthvert út á bílaplan. Eins gott við höfðum vit á að opna flöskuna úti á verönd :-)
Hér erum við þrjú svo að skála. Rúnar Atli var myndasmiðurinn að þessu sinni
3 ummæli:
frábært hjá henni frænku minni. Er hún ekki ánægd med ad vera ad flytja "heim"? Koss og knús frá Norge
Glæsilegt til hamingju þið þarna í suðurfrá!
Elli
Flott flott flott hjá Tinnu minni
Jóhanna
Skrifa ummæli