12. júlí 2009

Stjörnuskoðun

Fyrir nokkru uppgötvaði Rúnar Atli stjörnukíkinn hennar Tinnu Rutar. Kíkirinn hefur verið geymdur ofan í kassa í mörg ár. Guttinn hefur hins vegar séð svona græju í búðum hér og þykir mikið til koma. Vildi endilega kaupa eitt stykki, en föðurnum þótti skynsamlegra að ná í kíki systurinnar úr geymslu.

Fyrr í dag þá var kíkirinn prufukeyrður. Fyrst þurfti þó að klæða sig í múderingu. Kalt í Windhoek þessa dagana og svo er eitt vandamál sem þurfti að leysa. Nefnilega hversu erfitt er að loka bara einu auga og nota hitt til að horfa í kíki.

En á vandamálinu fannst lausn.

Svo þarf að stilla fókusinn.


...og síðan kíkja.
Kíkirinn er auðvitað fyrst og fremst til stjörnuskoðunar. Glöggir lesendur hafa sjálfsagt tekið eftir að kíkirinn er ekki alveg í réttri stöðu til að skoða himintunglin. Enda er verið að prufukeyra gripinn og því auðveldara að byrja á garði nágrannanna...

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...