Seinnipartinn á morgun leggjum við í meiriháttar ferðalag. Doddi mætir á svæðið rúmlega tvö og síðan verður haldið í 3.500 km ferðalag. Fyrsti hluti ferðarinnar er vinnutengdur, en á fimmtudaginn verð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að afhenda þrjár skólastofur í nýjum skóla fyrir heyrnarlaus börn. Skólastofurnar eru byggðar fyrir íslenskt fé. Skólinn er á stað sem nefnist Eenhana og er rétt sunnan við angólsku landamærin. Síðan ökum við sem leið liggur til austurs til Rundu, en það er stærsti bærinn í Kavangó-sýslu. Þar á ég fund á föstudaginn. Síðan er ég kominn í viku frí.
Við höldum síðan enn austar, og förum inn í strípuna svokölluðu. Kapríví-sýsla. Áum við í tvær nætur í Kapríví húsbáta safaríi. Síðan hefst aðalævintýrið. Við höldum suður yfir landamæri Namibíu og Botsvana. Þaðan liggur leiðin enn í austur og nú til Simbabve, en við stefnum á Viktoríufossana. Fossarnir teljast jú eitt af náttúruundrum veraldar og er því nokkur tilhlökkun á bænum vegna þessa. Þarna verður við í þrjár nætur. Á fimmtudag í næstu viku höldum við aftur til Namibíu og tekur okkur tvær nætur til viðbótar að komast aftur til Windhoek.
Því miður kemst Tinna Rut ekki með, því skólinn gengur fyrir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
1 ummæli:
Myndir,myndir,myndir,myndir,myndir,myndir samt ekki af Dodda!
Skrifa ummæli