Stundum þarf lítið til þess að koma manni í gang. Var að blaða á snjáldurskjóðunni áðan og einhver minntist á kleinur.
Meira þurfti ekki til.
Ég leitaði að kleinuuppskrift á netinu, sendi Tinnu út í búð að kaupa plöntuolíu, og síðan var ráðist í bakstur.
Auðvitað þarf aðstoðarbakara. Báðir með svuntur og svo er hrært eins og lífið eigi að leysa.
Tilheyrir ekki að smakka? Hvorum skyldi frekar langa í bita?
Eitthvað var deigið slepjulegt, en það er bara skemmtilegra.
Kleinurnar tókust vel.
12. júlí 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
5 ummæli:
Mjög góðar kleinur - takk fyrir mig.
kv,
Gulla
Líst vel á kleinur, veit ekki með svuntuna...
Sammála Davið,skemmdi alveg fyrir!
Elli
hvurslags eiginlega er þetta??? Fínasta svunta. Og eflaust mjög góðar kleinur líka.
Kleinurnar hafa vafalaust vafa laust vakið lukku þó svo að bakaðar hafi verið undir miklu álagi af svuntunni.
Skrifa ummæli