Er að kíkja aðeins á háskólann sem Tinna Rut fékk inni í. Byrjaði á kortavef Google og náði í meðfylgjandi mynd. Títuprjónninn með A-inu sýnir Prins Georg. Töluverð fjarlægð frá Íslandi. Tala nú ekki um frá Namibíu. En fjarlægð er nú ekki endilega vandamál. Tímamunurinn er töluverður og hann getur pirrað mann allhressilega. Sjö til átta tíma munur á Íslandi og Prins Georg og einum til tveimur meira við Namibíu.
En staðurinn er nú fallegur. Ég fann meðfylgjandi mynd á netinu:
Þarna er háskólasvæðið og bærinn í bakgrunni. Þessi mynd er tekin á fallegum haustdegi í september. Spurning hversu snjóþungt er yfir háveturinn. Hún dóttir mín ætti a.m.k. að geta lært á skíðum.
Fann hér mynd tekna að vetri til. Bara temmilegur snjór. En byggingin er glæsileg.
Sá aðra mynd. Tekin af Tekönnu-fjalli. Veit nú ekki alveg hvar það er, en útsýnið er frábært.
Jú, ábyggilega verður stórkostlegt ævintýri fyrir elsku dóttur mína að fara á þennan stað. Breska Kólumbía er útivistarparadís, svo kannski endar dóttir mín sem fjallgöngu- og útivistargella. Hver veit?
8. júlí 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
7 ummæli:
Ég er nú bara hálf-abbó, grínlaust :-) Ég kannski enda með að sækja um doktorsnám þarna, humm, það er hugmynd.
kv,
Gulla
ég gæti kannski farið í masterinn þarna, það er líka hugmynd :)
Jóhanna
Líst vel á að fjölskyldan flykkist á eftir Tinnu Rut - er hins vegar ekki eins viss að hún yrði ánægð með það :-)
kv,
Gulla
Afkverju haldið þið að hún sæki um skóla langt í burtu? hún vill standa á eigin fótum og losna við fjölsk.
Doddi
Doddi, þú ert ekkert að skafa utan af hlutunum :-) Þetta er sennilega rétt hjá þér en mér finnst bara svo ótrúlegt að litla dóttir mín vilji vera svona langt í burtu frá mömmu sinni - he he
kv,
Gulla
Doddi! Við skellum okkur í heimsókn ÞAÐ veit ég að mundi gleðja Tinnu heilmikið!
Elli
Tinna mun sjálfsagt bíða spennt eftir að fá allt liðið í heimsókn he he :-)
kv,
Gulla
Skrifa ummæli