En við eignuðumst fyrir nokkru alveg meistaragræju. DVD spilari sem hægt er að spenna aftan á höfuðpúða í bíl. Stingst hann í innstunguna fyrir sígarettukveikjarann. Græjan kom virkilega að góðum notum í gær, en við vorum í bílnum meira og minna í níu klukkutíma.
Syninum þykir spilarinn með svalari tækjum sem hann hefur komist í tæri við. Núna áðan fór hann upp í rúm á hótelherberginu með græjuna með sér. Ekkert mál að fara í rúmið þegar maður fær að horfa á dvd.
Enda sofnaði hann vært...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli