Erum núna á flakki í norðurhluta Namibíu. Á stað sem heitir Ondangwa. Ég þarf að fara á nokkra fundi hér og við ákváðum að gera fjölskylduferð úr þessu. Sér í lagi þar sem páskar nálgast og þá er meira að segja löng helgi hjá Tinnu Rut. Hún kemur til fundar við okkur á fimmtudag.
En við eignuðumst fyrir nokkru alveg meistaragræju. DVD spilari sem hægt er að spenna aftan á höfuðpúða í bíl. Stingst hann í innstunguna fyrir sígarettukveikjarann. Græjan kom virkilega að góðum notum í gær, en við vorum í bílnum meira og minna í níu klukkutíma.
Syninum þykir spilarinn með svalari tækjum sem hann hefur komist í tæri við. Núna áðan fór hann upp í rúm á hótelherberginu með græjuna með sér. Ekkert mál að fara í rúmið þegar maður fær að horfa á dvd.
Enda sofnaði hann vært...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli