28. apríl 2009

Kvíði og eftirvænting

Jæja, þá er Tinna Rut flogin á vit ökuprófa. Hún er kvíðafull en um leið full eftirvæntingar. Foreldrunum er ekki alveg um og ó, því í fyrramálið þarf litla telpan okkar að finna rútu fyrir utan Gatwick-flugvöllinn og koma sjálfri sér til Heathrow-flugvallar. Ábyggilega gengur þetta vel.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Stelpan er eldklár og reddar sér eins og ekkert sé,það þarf engar áhyggjur að hafa af henni.
Ökupróf,hmmmmm.............

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...