Eins gott maður á einn fjögurra ára gutta - annars gæti maður haldið að maður væri að eldast.
Þvílík della sem það nú væri.
En, hún Tinna Rut á sem sagt afmæli í dag. Auðvitað var ráðist í stórbakstur í tilefni dagsins og hér sést afmælisbarnið blása af innlifun á kertin.
Skrýtið með bakstuðninginn... skyldi blásturinn verða meiri fyrir vikið?
En 17 ára - þá eru pakkarnir ekki jafnmargir og áður fyrr. Þó voru þeir nokkrir. Hér sjást systkinin með sængurverasett sem Rúnar Atli gaf systur sinni. Já, gjöfin var í þá áttina og til að taka af öll tvímæli þá var nákvæmlega þetta munstur á óskalistanum.
Hins vegar voru stórátök að opna suma pakka, eins og meðfylgjandi mynd ber svo sannarlega með sér.
Til hamingju með daginn Tinna mín.
3 ummæli:
Til hamingju með stelpuna!!! já hver andsk..... þú og ég erum ekki orðnir gamlir,við þurfum að minnsta kosti ekki "bakstuðning" til að blása á kerti. VIÐ ELDUMST BETUR!!!!!!!!!!
Elli
Til hamingju með dótturina, flott neðsta myndin hahaahaha
Eftir lestur á pistlinum hjá Tinnu þá er ekki skrítið að þú viljir helst ekki tala um gjafirnar.
Skrifa ummæli