Í dag varð yngri dóttirin 17 ára gömul. Aðeins.
Eins gott maður á einn fjögurra ára gutta - annars gæti maður haldið að maður væri að eldast.
Þvílík della sem það nú væri.
En, hún Tinna Rut á sem sagt afmæli í dag. Auðvitað var ráðist í stórbakstur í tilefni dagsins og hér sést afmælisbarnið blása af innlifun á kertin.
Skrýtið með bakstuðninginn... skyldi blásturinn verða meiri fyrir vikið?
En 17 ára - þá eru pakkarnir ekki jafnmargir og áður fyrr. Þó voru þeir nokkrir. Hér sjást systkinin með sængurverasett sem Rúnar Atli gaf systur sinni. Já, gjöfin var í þá áttina og til að taka af öll tvímæli þá var nákvæmlega þetta munstur á óskalistanum.
Ég ætla nú ekkert að tala meira um gjafirnar. Afmælisbarnið hlýtur að gera það sjálft.
Hins vegar voru stórátök að opna suma pakka, eins og meðfylgjandi mynd ber svo sannarlega með sér.
Til hamingju með daginn Tinna mín.
20. apríl 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
3 ummæli:
Til hamingju með stelpuna!!! já hver andsk..... þú og ég erum ekki orðnir gamlir,við þurfum að minnsta kosti ekki "bakstuðning" til að blása á kerti. VIÐ ELDUMST BETUR!!!!!!!!!!
Elli
Til hamingju með dótturina, flott neðsta myndin hahaahaha
Eftir lestur á pistlinum hjá Tinnu þá er ekki skrítið að þú viljir helst ekki tala um gjafirnar.
Skrifa ummæli