Fyrir einu eða tveimur kvöldum heyri ég hávaðarifrildi þar sem ég var að raka mig. Voru það mín ástkær eiginkona og elskulegur sonur okkar að skætast.
Hvað er eiginlega í gangi, vildi ég vita.
Jú, sagði sá stutti, mamma sagði að ég ráði ekki hvað eigi að gera, en ég segi: jú, ég ræð!
Nú, nú, sagði ég.
Svo bað ég hann að fara fram og elda matinn...
Ha??? Ég kann ekki að elda mat, sagði hann.
Jú, en sá sem ræður, verður að elda matinn. Og líka fara út í búð. Farðu nú og keyptu kartöflur í búðinni.
Ég get það ekki, svaraði Rúnar Atli.
Já, en þú segist ráða, sagði ég. Sá sem ræður verður að gera þetta líka.
Drengurinn hugsaði sig aðeins um.
Já, en pabbi, ég ræð bara hvað ég má leika mér...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli