1. mars 2009

Hættur í umferðinni

Þetta er mynd af sólgleraugunum mínum. Fékk þau í jólagjöf frá eldri dóttur minni. Virkilega góð gleraugu sem ég nota mikið. Takið þó eftir nefhlífunum. Nokkuð hvassar útlits...

Hmm, af hverju er ég að segja ykkur frá hvössum nefhlífum?

Jú, helginni eyddum við hjónin, ásamt syninum, í Swakopmund. Ókum niðureftir á föstudaginn og ákváðum að taka útsýnisleiðina. Tiltölulega fáfarinn malarvegur, sem liggur í gegnum fjöllin vestan við Vindhúkk. Útsýnið á stundum stórfenglegt.

Hins vegar hefur rignt meira hér í Namibíu undanfarinn mánuð en elstu menn muna. Öll áveitulón 100% full, sum meira að segja 106% full. Ár, sem yfirleitt eru þurrar, eru nú í rennsli og ein afleiðing er að ýmsir vegir eru sundurskornir og illa farnir. Þegar styttast tók til Swakopmund, þá kom um 50 km kafli þar sem vegurinn var vægast sagt slæmur. Á stundum varla hægt að sjá hvar vegurinn lá. Gulla var undir stýri og allt í einu birtist hvarf í veginum án nokkurs fyrirvara. Við hjónin tókum heljarinnar hopp inni í bílnum og var ég svo léttur á mér að stanga þakið á bílnum. Væri nú vanalega ekki í frásögur færandi, nema fyrir þá staðreynd að ég var með fínu sólgleraugun. Þó ekki á nefinu, því ég hafði rennt þeim upp á höfuð til að fylgjast betur með veginum. Fór ekki betur en svo að önnur nefhlífin stakkst á bólakaf ofan í höfuðkúpuna á mér.

Hafiði heyrt um fáránlegra slys??

Fossblæddi úr sárinu, en mér tókst þó að stökkva út úr bílnum áður en blóðslettur sulluðust út um allt inn í bílnum. Sem betur fer var sjúkrakassi í bílnum og fannst þessi fína grisja með böndum. Líklega sérhönnuð fyrir höfuðmeiðsl, en varla vegna sólgleraugna.

Rúnar Atli náði í myndavélina og náði þessari fínu mynd af pabba sínum:

Ég lít svona út eins og skæruliðaforingi - ekki satt?

En sem betur fer þá var þetta ekki alvarlegur skurður og allt á góðum batavegi. Bíllinn dældaðist ekki einu sinni.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ha ha ha...
Þú og þínar „off-road“ leiðir.

Nafnlaus sagði...

garggggggggggggg....nú missti ég mig alveg... haahahahahahahaaa

Nafnlaus sagði...

Voðalega eru syskini þín leiðinleg,
ég vorkenni þér allavega hahahaha
Það var eins gott að þið voruð ekki á dæanum því að þá hefði hausin farið í gegnum þakið.
Það hefði að vísu orðið skemtileg mynd
Doddi

Nafnlaus sagði...

Betur fór en áhorfðist! En fyndið samt gott að ekki urðu meiri slys á fólki en þetta. En hausin í gegnum þak á bíl? Jáaaa jú ég sé þetta fyrir mér og væri nokkuð skondið en sem betur fer fór toppstykkið á Villa ekki þá leið þó að hann hafi örugglega lagt sig allan fram.
Elli

Nafnlaus sagði...

Það er mikil samkennd sem flýtur hér á kommentum fólks :-)

En ég sé svo sem dæjann alveg fyrir mér lítinn og flottan með haus standandi upp úr - he he

kv,
Gulla

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...